„Kvenréttindi á Íslandi“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Merki: 2017 source edit
Merki: 2017 source edit
Lína 49:
[[Mynd:Vigdis Finnbogadottir (1985).jpg|thumb|right|[[Vigdís Finnbogadóttir]] var fyrst kvenna kjörin forseti í lýðræðislegum kosningum árið 1980. Hér er hún á mynd sem var tekin 1985.]]
[[Rauðsokkahreyfingin]] var íslensk grasrótarhreyfing, stofnuð [[4. október]] [[1970]], sem barðist fyrir auknum kvenréttindum með fundum og ályktunum. Á hinu alþjóðlega [[Kvennaár]]i, [[1975]], voru fjölmargar ráðstefnur og fundir haldnir um stöðu og kjör kvenna. Þessi vinna náði hápunkti á [[Kvennafrídagurinn|Kvennafrídeginum]] [[24. október]] en þá lögðu konur niður vinnu og fjölmenntu í [[miðborg Reykjavíkur]] - um þrjátíu þúsund manns fylltu Lækjartorg og nærliggjandi svæði. Árið 1976 voru fyrst sett lög um jafnrétti kvenna og karla.<ref name="jafnrettislog">[http://www.althingi.is/lagas/nuna/2008010.html Lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla], nr. 10/2008</ref> Vigdís Finnbogadóttir var fyrst kvenna kjörin forseti í [[Forsetakosningar á Íslandi 1980|lýðræðislegum kosningum árið 1980]]. [[Kvennalistinn]] bauð fram til Alþingis í þremur [[Kjördæmi Íslands|kjördæmum]] vorið 1983. Listinn hlaut 5,5% atkvæða og þrjár konur voru kjörnar á þing fyrir Kvennalistann, [[Sigríður Dúna Kristmundsdóttir]], [[Guðrún Agnarsdóttir]] og [[Kristín Halldórsdóttir]].
 
Árið [[2000]] vann [[Vala Flosadóttir]] til bronsverðlauna í [[frjálsar íþróttir|frjálsum íþróttum]] á [[Sumarólympíuleikarnir 2000|Sumarólympíuleikunum]]. Hún varð fyrst íslenskra kvenna til að vinna Ólympíuverðlaun og var sömuleiðis fyrst íslenskra kvenna kosin [[Íþróttamaður ársins]] sama ár.
 
=== 21. öld ===