„Hannes Hafstein“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 24:
 
==Ævi==
Hannes var sonur [[Pétur Havstein|Péturs Havsteins]] [[amtmaður|amtmanns]] á [[Möðruvellir (Hörgárdal)|Möðruvöllum]] í Hörgárdal. Hann varð fyrsti [[inspector scholae]] [[Lærði skólinn|Lærða skólans]] skólaárið [[1879]]-[[1880]]<ref name="inspector scholae">{{Vefheimild|url=http://www.mr.is/index.php?option=com_content&view=article&id=468%3Ainspector-scholae-1879-&catid=67&Itemid=997|titill=Inspector scholae frá 1879|útgefandi=Menntaskólinn í Reykjavík}}</ref>. Hannes lauk námi við [[Hinn lærði skóli|Lærða skólann]] 1880 og hélt í laganám til [[Kaupmannahöfn|Kaupmannahafnar]]. Hann dundaði sér við skriftir á námsárum sínum og gat sér gott orð á Íslandi fyrir skáldskapargáfu. Hann lauk lögfræðiprófi frá [[Kaupmannahafnarháskóli|Kaupmannahafnarháskóla]] árið [[1886]]. Þegar hann kom heim varð hann settur sýslumaður í [[Dalasýsla|Dalasýslu]] og sat að [[Staðarfell]]i í eitt ár uns hann gerðist málafærslumaður við [[landsyfirréttur|landsyfirréttinn]]. Tveimur árum síðar varð Hannes [[landshöfðingi|landshöfðingjaritari]] hjá [[Magnús StephensenMagnús_Stephensen_(f._1836)|Magnúsi Stephensen]].
 
Árið 1895 var hann skipaður sýslumaður á [[Ísafjörður|Ísafirði]], í kjölfar [[Skúlamál]]a - [[Skúli Thoroddsen|Skúla Thoroddsen]] og fór til Ísafjarðar árið eftir. Árið 1899 fór Hannes á landhelgisbátnum Ingjaldi út í [[Bretland|breska]] togarann ''Royalist'', sem var að ólöglegum veiðum í [[Landhelgi Íslands|íslenskri landhelgi]] í [[Dýrafjörður|Dýrafirði]]. Togarinn kafsigldi bátinn með þeim afleiðingum að þrír af þeim fjórum ósyndu mönnum sem voru með Hannesi í för drukknuðu. Bretarnir björguðu Hannesi um borð og hættu veiðunum.