„Otto von Bismarck“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 53:
Öll þýsk ríki norðan Mainfljóts sameinuðust í Norðurþýska bandalaginu undir stjórn Bismarcks og Prússa. Eftir þetta allt höfðu Prússar algjörlega ógnað forystuhlutverki franska keisaradæmisins. Þetta efldi til stríðs Prússa við Frakka, og sendu Frakka stríðsyfirlýsingu í hendur Prússum haustið 1870. Þar var [[Napóleon 3.]] tekinn til fanga, Napóleon lagði niður völd og lýsti yfir stofnun þriðja lýðveldisins í Frakklandi. Bismarck afrekaði mjög margt fyrir Prússa, hann var með það alveg á hreinu hvernig ætti að fara að. Hann hélt áfram að setja skatt og efla þar með her og þjóð. Einnig lagði hann verndartoll á innflutt korn til að tryggja efnahagslega afkomu Prússa.<ref>Gunnar Karlsson og Sigurður Ragnarsson (2006): 38.</ref>
 
Bismarck helgaðist þeirri ástæðu að trúnaður þýskra [[Jafnaðarmannaflokkurinn (Þýskaland)|sósíaldemókrata]] væri fyrst og fremst bundin alþjóðlegum stéttarhagsmunum verkalýðsins en ekki ríkisvaldinu eða persónu keisarans. Því árið 1878 beitti Bismarck fram þeirri lagasetningu um að bann yrði gegn pólitískri flokksstarfssemi sósíaldemókrata. 1880 beitti hann fyrir sér setningu víðtærar tryggingalöggjafar og gerðist með því brautriðjandi á því sviði. Þrátt fyrir bann flokksstarfssemi sósíaldemókrata gátu þeir boðið sig fram í kosningum. Fylgni sósíaldemókrata fór sívaxandi og því áhugi Bismarcks á velferðamálum dvínandi. Bismarck lét af völdum 1890.<ref>Gunnar Karlsson og Sigurður Ragnarsson (2006): 157.</ref>
 
== Tilvísanir ==