„Charles Watson-Wentworth, markgreifi af Rockingham“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 32:
Rockingham tók sæti á lávarðadeild [[Breska þingið|breska þingsins]] næsta ár og varð riddari í reglu [[Sokkabandsorðan|Sokkabandsorðunnar]] árið 1761. Árið 1762 útnefndi [[Georg 3.]] konungur læriföður og vin Rockinghams, [[John Stuart, jarl af Bute|Bute lávarð]], forsætisráðherra. Bute gegndi embættinu í rúmt ár en sagði síðan af sér vegna aukinnar andstöðu. Við honum tók [[George Grenville]], sem tókst ekki heldur að vinna stjórn sinni nægan stuðning. Þegar Grenville sagði af sér árið 1765 tók Rockingham við.
 
Rockingham útnefndi bandamenn sína, [[Henry Seymour Conway]] og [[Augustus FitzRoy, hertogi af Grafton|Grafton lávarð]], í ríkisstjórnina. Jafnframt gerðist írski stjórnmálamaðurinn og heimspekingurinn [[Edmund Burke]] einkaritari Rockinghams og var náinn vinur hans og samstarfsmaður alla tíð. Á fyrri ráðherratíð sinni settinam Rockingham úr gildi Stamp-lögin árið 1765 og lækkaði með þeim skatta í bresku nýlendunum. Innanríkisvandamál ollu því að Rockingham neyddist til þess að segja af sér árið 1766 og [[William Pitt eldri]] tók við sem forsætisráðherra.
 
===Sjálfstæði Bandaríkjanna===