„Melkorka (tímarit)“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Kvk saga (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
Tímaritið '''''Melkorka''''' var tímarit sem var gefið út af [[Mál og menning|Máli og menningu]] á árunum 1944-1947 og 1949-1962. Þegar tímaritið var fyrst gefið út var talað um að konur væru með því að rjúfa þögnina sem hafði umlukið þær, líkt og [[Melkorka Mýrkjartansdóttir]] gerði forðum. Fyrsti ritstjóri Melkorku var [[Rannveig Kristjánsdóttir]].<ref>Rannveig Kristjánsdóttir, „Sól er á loft komin…”, ''Melkorka'' maí 1944, bls. 1. </ref>
 
Hlé varð á útgáfunni um tveggja ára skeið en árið 1949 tóku [[Nanna Ólafsdóttir]] sagnfræðingur, Svafa Þórleifsdóttir skólastýra og Þóra Vigfúsdóttir sem m.a. ritstýrði kvennasíðu [[Þjóðviljinn (1936-1992)|Þjóðviljans]], við ritstjórnartaumnum en þær voru allar virkar í starfi [[Sósíalistaflokkur Íslands|Sósíalistaflokksins]]. Blaðinu var ætlað að fjalla um málefni sem vörðuðu konur sérstaklega. Markmið þess var að vekja konur til meðvitundar um stöðu sína og að þær létu sig þjóðmál meiru varða.<ref>Nanna Ólafsdóttir, Svafa Þorleifsdóttir og Þóra Vigfúsdóttir, „Ávarp“ , Melkorka júní 1949, bls. 1-3.</ref>
 
==Tilvísanir==
<references/>
 
[[Flokkur:Íslensk tímarit]]