„Landnámsöld“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Merki: 2017 source edit
Lína 26:
 
== Breytingar við landnám ==
Landgæði í upphafi landnáms voru önnur og meiri en seinna varð og [[veðurfar]] var líka mildara. Sagt er að landið hafi verið skógi vaxið milli fjalls og fjöru þegar landnámsmenn komu hingað fyrst en sú lýsing hefur verið dregin í efa. Þó er enginn vafi á því að [[gróðureyðing]] var mikil þegar á fyrstu áratugunum og öldunum eftir landnám, enda virðast menn hafa látið búsmala sinn ganga meira og minna sjálfala. Talið er að þrjár trjátegundir hafi verið að finna á Íslandi við landnám: [[birki]], [[ilmreynir|reyniviður]] og [[blæösp]], við þessar þrjár tegundir má bæta við [[gulvíðir|gulvíði]] sem getur náð 8-9 m. hæð en er runnategund.<ref>{{vísindavefur|20858|Hvaða trjátegundir voru á Íslandi við landnám?}}</ref> Árið 2017 þöktu birkikjarr og skógar um 1,5% landsins en talið er að við landnám hafi þekja birkis verið á bilinu 8-40%.<ref>{{vísindavefur|72118|Er það rétt sem ég lærði í grunnskóla að sauðfé hafi eytt skógum landsins?}}</ref>
 
Talið er að margskonar plöntutegundir hafi numið land samhliða landnámi manna á borð við [[húsapuntur]], [[baldursbrá]], [[njóli|njóla]], [[skriðsóley]], [[haugarfi|haugararfa]], [[hjartarfi|hjartararfa]] og [[varpasveifgras]].<ref>{{vísindavefur|55262|Hvernig hefur íslensk flóra breyst í grófum dráttum frá landnámi?}}</ref>