„Maximilien Robespierre“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 8:
Robespierre var kjörinn fulltrúi Tiers á stéttaþinginu árið 1789 og varð brátt einna fremstur í flokki lýðræðissinna á stjórnlagaþinginu. Þar barðist hann gegn dauðarefsingu og þrælahaldi og fyrir almennum kosningarétt fyrir karla og jafnrétti óháð kynþætti. Óbilgirni hans leiddi brátt til þess að honum var gefið gælunafnið „hinn óspillanlegi“ („''l'incorruptible''“). Hann var frá upphafi meðlimur í [[Jakobínar|Jakobínaklúbbnum]] og varð einn áhrifamesti maðurinn í þeirra röðum. Eftir að klofningur varð meðal Jakobínanna tókst Robespierre að endurskipuleggja samtökin og halda stuðningi flestra samfélaga í héraði sínu.
 
Þrátt fyrir að hafa í upphafi verið á móti dauðarefsingum átti Robespierre mikilvægan þátt í aftöku [[Loðvík 16.|Loðvíks 16.]] í nafni þess að hægt yrði að stofna [[Fyrsta franska lýðveldið|franskt lýðveldi]].
 
Robespierre var á móti stríði Frakka við [[Austurríska keisaradæmið|Austurríki]] árið 1792 og óskaði eftir afnámi konungsveldisins. Hann var meðlimur í stjórninni sem mynduð var í París eftir fall [[Bastillan|Bastillunnar]] og var kjörinn á stjórnlagaþingið, þar sem hann sat sem hluti af „Fjallbúahópnum“ (''Montagnard'') í andstöðu við [[Gírondistar|Gírondína]]. Eftir að Gírondínum var rutt úr vegi í uppreisninni 31. maí - 2. júní 1793 gerðist Robespierre meðlimur í Velferðarnefndinni („''Comité de salut public''“) sem bandamaður hans [[Georges Danton]] hafði stofnað, þar sem hann tók þátt í stofnun byltingarstjórnar og í því að skipuleggja [[Ógnarstjórnin|Ógnarstjórnina]]. Ógnarstjórnin var réttlætt með þeim hætti að stríðsástand stæði gegn konungssinnum og gegn andófsmönnum meðal byltingarsinna.