Munur á milli breytinga „Balkanskagabandalagið“

Skipti út Bosnian_Crisis_1908.jpg fyrir Le_Petit_Journal_Balkan_Crisis_(1908).jpg.
(Skipti út Bosnian_Crisis_1908.jpg fyrir Le_Petit_Journal_Balkan_Crisis_(1908).jpg.)
 
== Bakgrunnur ==
[[File:BosnianLe Petit Journal Balkan Crisis (1908).jpg|thumb|right|250px|Bosníudeilan árið 1908 umbylti jafnvægi valda á Balkanskaga og hratt af stað atburðarás sem stuðlaði að myndun Balkanskagabandalagsins. Forsíða franska tímaritsins ''Le Petit Journal''.]]
Eftir [[Krímstríðið]] (1853–1856) gerðu Rússar sér grein fyrir að hin stórveldin svífðust einskis til að koma í veg fyrir að [[Rússaveldi]] hefði aðgang að [[Miðjarðarhaf|Miðjarðarhafinu]]. Fóru Rússar því að leggja á ráðin um að þenja út veldi sitt á óbeinan hátt með stuðningi og bandalögum við smærri ríki á Balkanskaga. Í þessu skyni nýttu þeir sér [[Slavar|slavneska]] [[Þjóðernishyggja|þjóðernishyggju]] sem miðaði við að stofna sjálfstæð ríki Slava á Balkanskaganum. Stuðningur við Slava einkenndi því rússneska utanríkisstefnu alveg fram að endalokum rússneska keisaraveldisins árið 1917.<ref name="Tuminez1">{{cite book | last = Tuminez | first = Astrid S. | title =Russian nationalism since 1856: ideology and the making of foreign policy | publisher = Rowman & Littlefield Publishers, Inc. | year =2000 | page =89 }}</ref> Eftir sigur Rússa á Tyrkjum í stríði árin 1877–78 settu Rússar á fót sjálfstætt búlgarskt ríki. Á svipaðan hátt neyddu Rússar Tyrkjaveldi til að viðurkenna sjálfstæði og útþenslu Serbíu árið 1878.<ref name="Frucht1">{{cite book | last = Frucht | first = Richard C. | title =Eastern Europe: An Introduction to the People, Lands, and Culture | publisher = ABC-CLIO | year =2005 | pages =538–9 }}</ref> Þessi tvö ríki viðurkenndu bæði áhrif Rússa á svæðinu en hagsmunaárekstrar þeirra leiddu til mikillar óvinsemdar og jafnvel stutts stríðs á milli þeirra. Þar sem óvild Evrópuveldanna í garð Rússa færðist stöðugt í aukana og áríðandi var að ná sér niðri á Austurríkismönnum fyrir að innlima Bosníu vildi Rússland ekkert frekar en að til yrði „Slavablokk“ vinveitt þeim á Balkanskaga. Ætti hún að beinast bæði gegn Austurríki-Ungverjalandi og Tyrkjaveldi. Rússneskir erindrekar fóru því að hvetja Serbíu og Búlgaríu til að miðla málum og mynda með sér bandalag.