„Julius Nepos“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 23:
Þessi málamiðlun entist ekki lengur en í fjögur ár. Árið 479 fór Nepos að brugga launráð gegn Odoacer og vonaðist til að endurheimta yfirráð yfir Ítalíu. Einnig er hugsanlegt að Glycerius hafi hugað á hefnd gegn Neposi. Ljóst er að Odoacer leit á Nepos sem ógn við vald sitt og ákvað að losa sig við hann.
 
Nepos var myrtur af einum hermanna sinna árið 480, líklega þann 25. apríl.<ref>Ensslin, Wilhelm, “Julius Nepos”, in ''Paulys Realencyclopädie der classischen Altertumswissenschaft'', Band XVI,2 (1935), S. 1505–1510.</ref> Sagt er að hann hafi verið stunginn til bana á setri sínu nálægt Salínu. Hugsanlegt er að hann hafi verið myrtur í setri [[Díókletíanus|Díókletíanusar]].<ref>John Joseph Wilkes, ''Diocletian’s palace, Split : residence of a retired Roman emperor'' [S.l.], Ian Sanders Memorial Committee, 1993, [1986], XI-131, bls. 72.</ref> Marcellinus Comes nefnir liðsforingja Neposar, Viator og Ovida, sem morðingjana. Sagnaritarinn Malchus telur einnig að fyrrverandi keisarinn Glycerius hafi leikið hlutverk í samsærinu. Nepos hafði útnefnt Glycerius biskup í Salónu og var hann því í grennd við morðstaðinn.<ref name="Warlords62">MacGeorge (2002), p. 62</ref> Einnig bendir það til sektar Glyceriusar að Odoacer útnefndi hann seinna biskup í [[Mílanó]].
 
Ovida tók við völdum í Dalmatíu næstu mánuðina, en Odoacer notfærði sér morð Neposar sem tylliástæðu fyrir innrás.<ref name="Warlords62">MacGeorge (2002), p. 62</ref> Odoacer sigraði herafla Ovida þann 9. desember og innlimaði Dalmatíu í ríki sitt. Eftir dauða Neposar leysti Zeno keisari formlega upp skiptingu keisaradæmisins og batt enda á allt tilkall til „vestræns“ rómversks keisaradæmis fram á tíma [[Karlamagnús|Karlamagnúsar]].