„Ludwig von Mises“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
Lína 4:
 
== Ævi ==
Mises fæddist í Lemberg í keisaradæmi austurrísku [[Habsborgarar|Habsborgaranna]] (nú [[Lviv]] í Úkraínu), en ólst upp í [[Vínarborg]]. Hann nam hagfræði og lögfræði í [[Vínarháskóli|Vínarháskóla]], þar sem hann var lærisveinn [[Eugen von Böhm-Bawerk|Eugens von Böhm-Bawerks]], sem var kunnur hagfræðingur og um skeið fjármálaráðherra [[Austurríki]]s. Þótt Mises fengi ekki fasta kennarastöðu í háskóla að loknu doktorsprófi 1906, skrifaði hann næstu áratugi fjölda fræðirita, aðallega um peningamál og hagsveiflur, og hélt reglulega málstofu, sem efnilegustu hagfræðinemar Austurríkis sóttu, þar á meðal [[Friedrich A. von Hayek]]. Mises var eindreginn, jafnvel einstrengingslegur frjálshyggjumaður. Hann leiddi rök að því í bókinni ''Sameignarskipulaginu'' (þ. ''Die Gemeinwirtschaft'') 1922, að víðtækur áætlunarbúskapur eins og sósíalistar þeirra tíma hugsuðu sér fengi ekki staðist, þar sem þeir, sem semdu áætlunina, gætu aldrei aflað fullnægjandi upplýsinga um aðstæður úti í atvinnulífinu. Sú bók hafði mikil áhrif á Hayek og aðra unga hagfræðinga, þar á meðal [[Lionel Robbins]] í [[Bretland]]i, [[Bertil Ohlin]] í [[Svíþjóð]] og [[Wilhelm Röpke]] í [[Þýskaland]]i. Mises var ákafur andstæðingur [[Þjóðernisjafnaðarstefna|þjóðernisjafnaðarstefnu]] ([[nasismi|nasisma]]) og fluttist til [[Sviss]] 1934, þar sem hann varð prófessor í rannsóknarstofnun um alþjóðaviðskipti. Eftir sigurgöngu [[nasismi|nasismans]] í [[Evrópu]] vorið 1940 sá hann þann kost vænstan að flýja til [[Bandaríkin|Bandaríkjanna]], þar sem hann fékkst við ýmis störf, uns hann gerðist hagfræðiprófessor ívið [[New York University]] 1945. Þar hélt hann reglulega málstofu eins og forðum í [[Vínarborg]] og hafði nokkur áhrif, þó að kenningar austurrísku hagfræðinganna um eðli atvinnulífsins nytu þá almennt ekki hylli og þættu sérviskulegar. Hann var einn af stofnendum [[Mont Pèlerin Society]], |Mont Pèlerin samtakanna,Samtakanna]] árið 1947. Hann lést í New York. Hann var kvæntur [[Margit von Mises]], og er stjúpdóttir hans, [[Gitta Serény]], kunnur blaðamaður og rithöfundur.
 
Á íslensku hafa komið út eftir Mises ''Hugleiðingar um hagmál'' (1991) í þýðingu Jónmundar Guðmarssonar.