„Nelson Mandela“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
m Tók aftur breytingar 82.112.90.161 (spjall), breytt til síðustu útgáfu Berserkur
Lína 26:
 
== Æviágrip ==
Þegar Mandela var ungur sagði hann nei við því að taka við stöðu föður síns þegar hann yrði eldri, draumur hans var nefninlega að verða [[lögfræðingur]]. Hann gekk í South-African NaticeNative College og seinna í University of Fort Hare. Hann fór svo í háskóla við Witwatersrand þar sem hann lærði lögfræði eins og hann hafði alltaf viljað og fékk á endanum lögfræðigráðu þar. Árið 1944 gekk hann svo í ANC og varð fljótt leiðtogi „Youth League“ í þeim hóp. Árið 1952 fór Mandela virkilega að berjast gegn aðskilnaðarstefnunni og notaði til þess lögfræðikunnáttu sína og barðist meðal annars fyrir því að svart fólk hefði rétt á að vera á sömu opinberu stöðum og hvítir. Fyrir þetta átti að dæma hann og nokkra kollega hans í fangelsi fyrir landráð en voru þeir á endanum sýknaðir. Það er almennt talið að þetta mál hafi splundrað fyrsta hjónabandi Nelsons sem leiddi til þess að hann tók saman við Winnie Mandela.<ref>http://search.eb.com/eb/article-282994</ref><ref>http://search.eb.com/eb/article-282995</ref>
 
Eftir að Mandela var dæmdur í fangelsi á Robben eyju var hann hafður í hámarksgæslu og illa var komið fram við hann. Það var ekki fyrr en hann var greindur með berkla að hann var færður til Victor Verster fangelsið. Mandela var nokkrum sinnum boðið frelsi af suður-afrísku ríkisstjórninni en með þeim skilyrðum að hann hætti að berjast fyrir réttindum svartra, bar hæst á þessu árið 1976. Mandela neitaði staðfastlega og má segja að hann hafi verið að gera það í einskonar mótmælaskyni en hann sagðist ekki vera meira frjáls á götum úti en í fangaklefa á meðan aðskilnaðarstefnan gilti ennþá. Við þetta fór fólk að taka baráttumál svartra meira og meira inn á sig og Mandela fór að vekja meiri og meiri athygli. Síðustu árin sem Mandela var í fangelsi voru mikil vandamál innan suður-afrísku ríkisstjórnarinnar og endaði það árið 1989 þannig að maður að nafni Frederik W. De Klerk var kosinn forseti. Mandela varð varaformaður ANC og seinna formaður og átti hann stóran hlut í að semja um að hætta aðskilnaðarstefnunni og koma á friði milli svartra og hvítra í Suður-Afríku.<ref>http://search.eb.com/eb/article-282996</ref>