„Bona Sforza“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
 
Anagram16 (spjall | framlög)
references
Lína 1:
[[Mynd:Cranach_the_Younger_Bona_Sforza.jpg|thumb|right|Bona Sforza á málverki eftir [[Lucas Cranach yngri]].]]
'''Bona Sforza''' ([[2. febrúar]] [[1494]] – [[19. nóvember]] [[1557]]) var drottning [[Pólsk-litháíska samveldið|Pólsk-litháíska samveldisins]] frá [[1518]] til [[1548]].<ref>[http://www.treccani.it/enciclopedia/bona-sforza-regina-di-polonia_(Dizionario-Biografico)/ Bona Sforza, regina do Polonia.]</ref> Hún var af [[Sforza-ætt]], dóttir [[hertogadæmið Mílanó|hertogans af Mílanó]] [[Gian Galeazzo Sforza]] og [[Ísabella af Napólí|Ísabellu af Napólí]]. Hún giftist 1518 [[Sigmundur gamli|Sigmundi gamla]] konungi Póllands og stórhertoga Litháen. Hún var frá upphafi virk í stjórnmálum ríkisins. Hún nýtti sér tengsl við [[Leó 10.]] til að skipa stöður við dómkirkjur í Póllandi, sem hún gat aftur nýtt sér til að afla sér stuðningsmanna. Hún lét krýna son sinn, [[Sigmundur 2. Ágústus|Sigmund]], konung Póllands árið 1529 til að tryggja að ættin sæti áfram við völd þrátt fyrir mikla andstöðu pólska aðalsins. Þegar eiginmaður hennar lést 1548 og sonur þeirra tók við völdum dró hún sig í hlé til [[Masóvía|Masóvíu]] þar sem hún bjó í átta ár. Að síðustu flutti hún til [[Barí]] á Ítalíu þar sem hún hafði eytt æskuárum sínum. Ári síðar var hún drepin með eitri að undirlagi [[Filippus 2. Spánarkonungur|Filippusar 2. Spánarkonungs]] sem vildi koma sér hjá því að greiða umtalsverða skuld sína við hana.
 
{{stubbur}}
== Tilvísanir ==
<references/>
{{DEFAULTSORT:Sforza, Bona}}
[[Flokkur:Drottningar Póllands]]