„RetRoBot“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
m Tók aftur breytingar Bragi H (spjall), breytt til síðustu útgáfu 85.220.79.223
Gormstunga (spjall | framlög)
Lína 25:
=== Frá Músíktilraunum til Mixophrygian ===
[[File:Retrobot ii.jpg|thumb|Smáskífa Something en myndina tók Brúsi Ólason af hljómsveitinni þegar hún var að spila á Þjóðhátíð í Eyjum.|left]]
Eftir sigurinn lá leiðin aftur heim á SuðurlandiðSuðurland þar sem RetRoBot var tekið fagnandi enda fyrsta hljómsveitin sem á rætur að rekja til [[Selfoss]] til að vinna Músíktilraunir. Fyrstu tónleikarnir eftir sigurinn voru í Pakkhúsinu á Selfossi en það hafði verið aðalæfingaaðstaða RetRoBot fyrir Músíktilraunir. Seinna fékk hljómsveitin svo fjárstyrk frá Sveitarfélaginu Árborg upp á 50 þúsund krónur.
 
Sumarið 2012 spilaði hljómsveitin á flestum skemmtistöðum Reykjavíkur og annarra bæja á Íslandi. Í ágúst sama ár fór hljómsveitin svo út til Hollands og spilaði þar á [[Westerpop|Westerpop]] hátíðinni í [[Delft|Delft]]. Stuttu eftir Hollandstúr hljómsveitarinnar veiktist Gunnlaugur Bjarnason og var greindur með einkirningasótt og þurfti því að draga sig í stutt hlé. Hörður Már Bjarnason, betur þekktur undir nafninu ''M-Band'', leysti Gunnlaug af á meðan en RetRoBot og M-Band höfðu spilað mikið saman um sumarið. Gunnlaugur hafði meðal annars sungið lagið ''Love Happiness'' á fyrstu þröngskífu M-Bands og M-Band söng titillag Blackout.