Munur á milli breytinga „Holuhraun“

m
Merki: Farsímabreyting Breyting frá farsímavef
(m)
== Eldgos 2014 ==
Mikil skjálftahrina hófst í Bárðarbungu um miðjan ágúst. Til að byrja með var skjálftavirknin mest innan öskjunnar í fjallinu. Síðan tók virknin að færast til norðausturs, yfir Dyngjujökul og í átt að Holuhrauni. Jafnframt mældist stöðugur skjálftaórói innan Bárðarbunguöskjunnar. Mörg hundruð skjálftar voru skráðir á hverjum sólarhring, sá stærsti 5,7 stig, en hann átti sér stað 26. ágúst. Talið er að bergkvika hafi streymt úr kvikuhólfi undir Bárðarbungu og út í sprungusveim sem leiddi hana um 40 km leið að Holuhrauni.
 
{{Líðandi stund}}
 
: ''Lítið hraungos varð í Holuhrauni þann 29. ágúst 2014''. Það stóð einungis í fáa klukkutíma og lauk samdægurs, en var forboði meiri tíðinda.
: ''17. október.'' Síðustu vikuna hefur gosið haldist óbreytt og með jöfnu hraunflæði. Síðasta sólarhring hafa mælst um yfir 80 skjálftar á landinu öllu, þar af 84 við Bárðarbungu. Skjálftavirkni hefur orðið vart við Tungnafellsjökul og þar hafa orðið rúmlega 40 skjálftar á ofangreindu tímabili. GPS stöðin í öskju Bárðarbungu sýnir að sigið heldur áfram með svipuðum hraða.
: ''26. október.'' Gosmengun á Höfn í Hornarfirði fór upp í 21.000 míkrógrömm.<ref>http://www.ruv.is/frett/mikil-gosmengun-i-sudursveit</ref>
: ''5. nóvember.'' Eldgosið í Holuhrauni heldur áfram með svipuðum hætti og verið hefur og hraunið er orðið um 70 km2 að flatarmáli. Færð er tekin að þyngjast verulega á gosstöðvunum. Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungunni heldur áfram að vera mikil. Frá hádegi á mánudag, 3. nóvember, hafa mælst 200 skjálftar við Bárðarbungu. Sá stærsti varð á þriðjudag, 4. Nóvember, kl. 20:45, M4,8. Ekki hefur mælst skjálfti stærri en M5,0 síðan annan nóvember. GPS stöðin í öskju Bárðarbungu sýnir að sigið heldur áfram með svipuðum hraða og verið hefur undanfarnar vikur. Sigskálin er 1,1-1,2 rúmkílómetrar að stærð og mesta sig orðið 44 metrar. Afl jarðhitasvæðanna í Bárðarbungu er nú nokkur hundruð megavött og bráðnun metin um 2 rúmmetrar á sekúndu. Mælingar úr flugi vísindamanna yfir jarðhitakatlana í gær, þriðjudag, sýna að katlarnir hafa dýpkað um 5-8 metra undanfarna 11 daga.
Afl jarðhitasvæðanna í Bárðarbungu er nú nokkur hundruð megavött og bráðnun metin um 2 rúmmetrar á sekúndu. Mælingar úr flugi vísindamanna yfir jarðhitakatlana í gær, þriðjudag, sýna að katlarnir hafa dýpkað um 5-8 metra undanfarna 11 daga.
 
==Gasmengun==
Óskráður notandi