„Bolungarvík“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
m Tók aftur breytingar 82.148.71.65 (spjall), breytt til síðustu útgáfu Bergjons
m LanguageTool: typo fix
Lína 22:
 
== Saga ==
Það hefur verið byggð í Bolungarvík allt frá landnámsöld og býlið Hóll kemur fyrir í elstu heimildum. Hóll var höfuðból frá því um miðja 13. öld og er líklega fyrsta jörðin í byggðalaginu. Þar sem kaupstaðurinn Bolungarvík stendur núna voru áður jarðirnar Tröð, Ytri Búðir, Heimari-Búðir og Grundarhóll. Jörðin Tröð var áður undir fjallshlíðinni fyrir ofan Traðar- og Dísarland. Seinasta íbúðarhúsið í Tröð stendur ennþáenn þá við Traðarland.
 
Bolungarvík var ein helsta verstöð í [[Ísafjarðardjúp]]i allt fram á 20. öld. Róið var frá Bolungarvíkurmölum og svonefndum Grundum og úr [[Ósvör]]. Á 17. öld munu 20-30 skip hafa róið úr Bolungarvík og um aldamótin 1900 réru um 90 skip þaðan. Margar [[verbúð]]ir voru í Bolungarvík en þar mun aldrei hafa risið eiginlegt [[sæbýli|sæbýlahverfi]]. Í byrjun 18. aldar voru 18 verbúðir í víkinni.