„Weimar“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Gessi (spjall | framlög)
Gessi (spjall | framlög)
Lína 45:
=== Weimar-lýðveldið ===
[[Mynd: Bundesarchiv Bild 146-1978-042-11, Weimar, Vereidigung Reichspräsident Ebert.jpg|thumb|Við stofnun Weimar-lýðveldisins í Þjóðleikhúsinu í Weimar.]]
Eftir tap Þjóðverja í [[Heimstyrjöldin fyrri|heimstyrjöldinni fyrri]] 1918 sagði [[Vilhjálmur II (Prússland)|Vilhjálmur II]] keisari af sér og skildi landið eftir í höndum ríkisráðsins. Það ákvað að efna til þjóðarsamkomu í [[janúar]] 1919. Fjórir staðir komu sterklega til greina sem fundarstaður, þar sem [[Berlín]] var of ótrygg: [[Bayreuth]] og [[Nürnberg]] í [[Bæjaraland]]i og Jena og Weimar í Þýringalandi. Valið féll Weimar í skaut. Þjóðarsamkoman var haldin [[6. febrúar]] til [[11. ágúst]] 1919 í Þjóðleikhúsinu í Weimar. Samkoman samþykkti þar ný lög er gerðu ráð fyrir að [[Þýskaland]]i yrði að lýðveldi í stað keisararíkis. [[Friedrich Ebert]] var kosinn ríkisforseti og valdi hann [[Philipp Scheidemann]] sem forsætisráðherra. Eftir þessa gjörninga var lýðveldið formlega stofnað og hlaut það heitið Weimar-lýðveldið, eftir fundarstaðinn. Lýðveldi þetta stóð til valdatöku [[Nasismi|nasista]] [[1933]]. Strax [[1920]] varð Weimar gerð að höfuðborg héraðsins Þýringalands, sem þá var nýstofnað.
 
=== Heimstyrjöld og eftirstríðsárin ===