„Herculaneum“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
MerlIwBot (spjall | framlög)
m Vélmenni: Fjarlægi nl:Herculaneum (strong connection between (2) is:Herculaneum and nl:Herculaneum (oudheid))
mEkkert breytingarágrip
Lína 1:
[[Mynd:Mt Vesuvius 79 AD eruption 3.svg|thumb|right|300px|Kortið sýnir svæðið sem varð fyrir áhrifum frá gosinu í Vesúvíus í ágúst 79.]]
'''Herculaneum''' (á [[Ítalska|ítölsku]] ''Ercolano'') var forn [[Rómaveldi|rómversk]] borg í [[Kampanía|Kampaníu]] við [[Napólíflói|Napólíflóa]]. Borgin grófst ásamt borginni [[Pompeii]] undir öskulagi í [[ágúst]] árið [[79]] þegar [[Vesúvíus]] gaus. Af þessum sökum eru rústir hennar vel varðveittar. Fornleifauppgröftur hefur farið fram á svæðinu á [[20. öld|20.]] og [[21. öld]] og margar merkar minjar komið í ljós.
 
Árið [[1981]] fundust mannabein í Herculaneum og síðan þá hafa um 150 beinagrindur fundist. Herculaneum var lítil en auðug borg þegar gosið varð. Meðal þess sem hefur fundist er bókasafn, sem er nefnt [[Papýrusvillan]], en mörg forn rit sem voru áður óþekkt fundust þar, meðal annars rit [[Epikúrismi|epikúrískra]] höfunda. Síðar kom í ljós að villan hafði áður verið í eigu Luciusar Calpurniusar Pisos Caesoninusar, tengdaföður [[Júlíus Caesar|Júlíusar Caesar]].