„Gunnar Thoroddsen“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
→‎Tengt efni: Leiðrétti tengil á fyrirrennara hans sem varaformaður Sjálfstæðisflokksins.
Ekkert breytingarágrip
Lína 5:
Gunnar starfaði sem hæstaréttardómari frá [[1. janúar]] til [[16. september]] [[1970]]. Hann var [[1971]] skipaður prófessor við Háskóla Íslands og kenndi einkum stjórnskipunarrétt. Hann var skipaður iðnaðar- og félagsmálaráðherra [[28. ágúst]] [[1974]] og gengdi því starfi til [[1. september]] [[1978]]. Hann var skipaður forsætisráðherra 8. febrúar 1980 en fékk lítinn stuðning til þeirrar stjórnarmyndunar frá flokki sínum, sem skipaði sér að mestu í stjórnarandstöðu undir forystu [[Geir Hallgrímsson | Geirs Hallgrímssonar]], sem þá var formaður.
 
Gunnar var landskjörinn alþingismaður 1939193419421937 (bauð sig fram í [[Mýrasýsla | Mýrasýslu]]) og 19441942 (úr [[Snæfellsnessýsla | Snæfellsnessýslu]] í vorkosningum það ár) en kjördæmakjörinn þingmaður úr Snæfellsnessýslu 1942 – 1949. Á árunum 1949 – 1965 og 1971 – 1983 var hann alþingismaður Reykvíkinga. Hann sat í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins 1948 – 1965 og aftur frá 1971. Hann var varaformaður flokksins 1961 – 1965 og aftur frá 1974-1981. Þá var hann þingflokksformaður á árunum 1973 – 1979.
 
Gunnar ritaði margt um lögfræði, stjórnmál og fleiri efni. Lengsta verk hans er doktorsritgerðin ''Fjölmæli'', sem kom út 1967 og fjallar um meiðyrðalög. Einnig má nefna alllanga ritgerð á dönsku um Ólaf Halldórsson konferensráð, sem var prentuð í útgáfu [[Jónsbók | ''Jónsbókar'']] í Odense 1970. Þá ritaði Gunnar kver um ræðumennsku, sem var ítrekað prentað, en sjálfur þótti hann með liprustu ræðumönnum síns tíma.