„Lax“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Tæmdi síðuna
m Tók aftur breytingar 212.30.232.112 (spjall), breytt til síðustu útgáfu Addbot
Lína 1:
[[Mynd:Atlantischer Lachs.jpg|thumb|250px|Atlantshafslax, ''Salmo salar''.]]
 
'''Lax''' er samheiti nokkurra fisktegunda af ætt [[laxfiskar|laxfiska]] (''Salmonidae''), sem einnig inniheldur [[silungur|silunga]]. Heimkynni laxa er í [[Atlantshaf]]i og [[Kyrrahaf]]i, og einnig í ýmsum landluktum [[stöðuvatn|stöðuvötnum]].
 
Laxar eru göngufiskar. Þeir [[klak|klekjast]] út í ferskvatni og þar alast [[seiði]]n upp, oftast í þrjú ár, en ganga þá til sjávar, þar sem laxinn er svo þangað til hann verður kynþroska. Það tekur oftast 1-3 ár. Þá gengur hann aftur upp í ána sem hann ólst upp í og hrygnir þar. Yfirleitt gengur hann í árnar á sumrin, frá maí fram í október, en þó langmest um mitt sumar. Nú er lax einnig alinn í [[fiskeldi|eldisstöðvum]] og er þar þá frá því að seiðin klekjast út þar til fullvöxnum laxinum er slátrað.
 
Laxveiði hefur verið stunduð á Íslandi frá [[landnámsöld]] og eru margar þekktar laxveiðiár þar, flestar á svæðinu frá [[Þjórsá]] vestur og norður um land að [[Laxá í Aðaldal]]. Alls veiðist lax í um 80 íslenskum ám. Fyrr á öldum var laxinn veiddur í net og laxakistur en nú er aðeins leyft að veiða hann í net á örfáum stöðum, annars er hann veiddur á stöng.
 
Lax er vinsæll matfiskur og er talinn hollur vegna þess að hann inniheldur mikið af [[Omega-3-fitusýrur|Omega-3-fitusýrum]]. Hann er soðinn, steiktur og grillaður en einnig reyktur eða [[graflax|grafinn]]. Einnig er hann mjög vinsæll í [[sashimi]] og [[sushi]].
 
== Tenglar ==
* [http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1026322 „Laxinn“; grein í ''Tímanum'' 1956]
 
{{stubbur|líffræði}}
 
[[Flokkur:Laxfiskaætt]]
[[Flokkur:Laxfiskar]]
 
[[fa:آزادماهی]]
[[tr:Somon balığı]]
[[uk:Лосось]]