„Sigur Rós“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 4:
 
== Saga ==
Sveitin var stofnuð í [[ágúst]] [[1994]] af þeim [[Jón Þór Birgisson|Jóni Þóri Birgissyni]] (Jónsa), [[Georg Hólm]], og [[Ágústi Ævari Gunnarssyni]]. Nýfædd systir Jónsa hlaut nafnið Sigurrós Elín Birgisdóttir og þaðan er nafn hljómsveitarinnar komið. Undir merkjum [[Smekkleysa|Smekkleysu]] tóku þeir upp og gáfu út fyrstu plötu sína: ''[[Von (hljómplata)|Von]]'' árið [[1997]]. [[1998]] kom út platan ''[[Von brigði]]'' sem innihélt endurhljóðblandanir ýmissa tónlistarmanna á lögunum af ''Von''.
 
[[Kjartan Sveinsson]] gekk til liðs við sveitina fyrir upptökur næstu plötu Sigur Rósar sem var ''[[Ágætis byrjun]]'', hún kom út á Íslandi árið [[1999]] og vakti strax gríðarmikla athygli bæði heima og erlendis. Í könnun sem gerð var meðal almennings á Íslandi í tengslum við bók [[Dr. Gunni|Dr. Gunna]] ''[[Eru ekki allir í stuði?]]'' var hún valin besta íslenska platan frá upphafi. Hróður sveitarinnar barst einnig til útlanda, ''Ágætis byrjun'' var gefin út í [[Bretland]]i árið [[2000]] í gegnum [[Fat Cat Records]] og síðar einnig í [[Norður-Ameríka|Norður-Ameríku]] í gegnum [[MCA Records]]. Í apríl og maí [[2001]] fór sveitin fyrst í tónleikaferðalag um Norður-Ameríku og varð uppselt á flesta tónleikana um leið enda hafði mikil umfjöllun verið um sveitina í amerískum fjölmiðlum. Hljómsveitin kom einnig fram með [[Radiohead]] um þetta leyti og átti tvö lög sem notuð voru í Hollywoodmyndinni ''[[Vanilla Sky]]''.