„Varsjá“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
m bætti við hniti
Lína 66:
 
== Landafræði ==
[[Mynd:Varsaw SPOT 1066.jpg|thumb|200px|[[Gervihnattarmynd]] af Varsjá]]
 
Varsjá liggur í miðausturhluta Póllands um það bil 300 km frá [[Karpatafjöll]]unum, 260 km frá [[Eystrasalt]]i og 520 km fyrir austan [[Berlín]] í [[Þýskaland]]i. Áin [[Visla]] rennur í gegnum borgina. Borgin liggur beint í miðri [[Masóvíusléttan|Masóvíusléttunni]] og er að meðaltali 100 m yfir [[sjávarmál]]i. Hæsti punkturinn í vesturhluta borgarinnar er 115,7 yfir sjávarmáli í hverfinu Wola og hæsti punkturinn í austurhlutanum er 122,1 km yfir sjávarmáli í hverfinu Wesoła. Lægsti punkturinn er á austurbakka árinnar en hann er 75,6 m yfir sjávarmáli. Í borginni eru nokkrir hólar en þeir eru að mestu leyti manngerðir, t.d. Varsjáruppreisnarhóll (121 m) og Szczęśliwice-hóll (138 m, hæsti staðurinn í allri Varsjá).
 
=== Loftslag ===
Í Varsjá er [[temprað belti|temprað loftslag]] ([[Köppen-loftslagsflokkun|Köppen]]: ''Dfb'') með köldum vetrum og mildum sumrum. Meðalhiti í janúar er −3 °C og 19,3 °C í júlí. Hitastigið getur náð allt að 30 °C á sumrin. Ársmeðalúrkoma er 495 millimetrar og en blautasti mánuður ársins er júlí. Á vorin er mikill blómi og sólskin en á haustin er annaðhvort sólskinsveður eða þoka en þá er oftast svalt en ekki kalt.
 
=== Hverfi ===
Til ársins [[1994]] voru sjö hverfi í Varsjá Śródmieście, Praga Północ, Praga Południe, Żoliborz, Wola, Ochota og Mokotów. Þeim var svo fjölgað og á tímabilinu 1994–2002 voru þau 11: Centrum, Białołęka, Targówek, Rembertów, Wawer, Wilanów, Ursynów, Włochy, Ursus, Bemowo og Bielany. Árið [[2002]] var bærinn Wesoła gerður að hverfi.
 
Varsjá er ''[[powiat]]'' (sýsla) og skiptist í 18 borgarhluta sem heita ''dzielnica'' en í hverjum borgarhluta er sér sjórnsýsla. Í hverjum borgarhluta eru nokkur hverfi með engri réttarstöðu eða stjórnsýslu. Það eru líka tvö söguleg hverfi í borginni: [[Gamli bærinn í Varsjá|gamli bærinn]] (p. ''Stare Miasto'') og [[Nýi bærinn í Varsjá|nýi bærinn]] (p. ''Nowe Miasto'') í borgarhlutanum [[Śródmieście (Varsjá)|Śródmieście]].
{|class="wikitable sortable" style="float:right;"
|-
!Hverfi ||Íbúafjöldi ||Flatarmál
|-
|[[Mokotów]] ||align=right|225.571 ||35,4 km²
|-
|[[Praga Południe]] ||align=right|182.588 ||22,4 km²
|-
|[[Ursynów]] ||align=right|148.876 ||48,6 km²
|-
|[[Wola]] ||align=right|137.692 ||19,26 km²
|-
|[[Bielany]] ||align=right|133.778 ||32,3 km²
|-
|[[Śródmieście (Varsjá)|Śródmieście]] ||align=right|126,143 ||15,57 km²
|-
|[[Targówek]] ||align=right|123.214 ||24,37 km²
|-
|[[Bemowo]] ||align=right|113.066 ||24,95 km²
|-
|[[Ochota]] ||align=right|89.383 ||9,7 km²
|-
|[[Białołęka]] ||align=right|89.234 ||73,04 km²
|-
|[[Praga Północ]] ||align=right|71.675 ||11,4 km²
|-
|[[Wawer]] ||align=right|69.898 ||79,71 km²
|-
|[[Ursus (Varsjá)|Ursus]] ||align=right|50.355 ||9,35 km²
|-
|[[Żoliborz]] ||align=right|48.060 ||8,5 km²
|-
|[[Włochy]] ||align=right|39.690 ||28,63 km²
|-
|[[Rembertów]] ||align=right|23.320 ||19,3 km²
|-
|[[Wesoła]] ||align=right|22.757 ||22,6 km²
|-
|[[Wilanów]] ||align=right|19.146 ||36,73 km²
|-
|'''Samtals''' ||align=right|1.714.446||521,81 km²
|}
 
{{Hverfi í Varsjá}}
 
=== Borgarmynd ===
==== Yfirlit ====