„Byrgið“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 33:
 
== Meðferð ==
Í skýrslu frá [[2002]] er talað um að þeir sem komu í meðferð á Byrgið voru gjarnan einstaklingar sem höfðu lengi neytt vímuefna og höfðu gert árangurslausar tilraunir til að hætta þeirri neyslu. Þeir höfðu af þessum sökum verið illa haldnir andlega og líkamlega og félagslega einagraðir. Einnig er nefnt að þeir hafi yfirleitt verið heimilislausir. Í skýrslunni er talað um að styrkur meðferðar hafi verið að mati skýrsluhöfundar einkum fólginn í fimm atriðum: Í trú á [[Guð]] — slík trú gefur vistmönnum von, í hvatningu, í lengd meðferðarinnar en miðað var við að meðferð stæði yfir í sex mánuði eða lengur, í samfélagslegri ábyrgð en þeir sem í Byrginu dvöldu höfðu margir hverjir ekki upplifað slíka ábyrgð í lengri tíma, og í sameiginlegum markmiðum vistmanna. Af skýrslunni má einnig ráða að ekki hafi verið um sérstök meðferðarúrræði um að ræða eins og [[geðræn meðferð|geðræna meðferð]], heldur má frekar segja að um hafi verið að ræða eins konar „félagssálfræðilega meðferð“ þar sem meðferðin byggist á samneyti við aðra vistmenn, trú, sameiginlegum stuðningi, jöfnuði, hvatningu og að fólk fengji þann tíma sem það þurfti á að halda til að jafna sig. Í skýrslunni segir jafnframt að ekki hafi menntað fólk stjórnað meðferð eða greiningu geðraskana, né að þeir hefðu þjálfun eða sótt námskeið í slíku. Öll meðferð tók mið af þessu. <ref name="adalsteinn_sigfusson_skyrsla" /> Rétt er þó að hafa í huga að skýrslan var skrifuð árið 2002 og vera kann að meðferðin hafi breyst, á því tímabili frá því skýrslan var skrifuð þar til Byrginu var lokað.
 
Meðferðin byggðist á [[12-spora kerfi]] [[AA-samtökin|AA-samtakanna]]<ref name="mbl_veitir_radgjof_og_adhlynningu">{{vefheimild|url=http://mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=579947|titill=Morgunblaðið: Veitir ráðgjöf og aðhlynningu|mánuðurskoðað=28. desember|árskoðað=2006}}</ref>. Meðferðin var í formi dagskrár sem hófst snemma morguns og stóð langt fram á kvöld<ref name="byrgid_dagskra">{{vefheimild|url=http://byrgid.is/index.php?option=com_content&task=view&id=8&Itemid=16&lang=is_IS|titill=Vefsíða Byrgisins: Dagskrá|mánuðurskoðað=28. desember|árskoðað=2006}}</ref>. Nokkuð strangar húsreglur giltu í Byrginu, sem dæmi má nefna að mikil áhersla var á þrifnað, ætlast var til að vistmenn ynnu einhver störf á meðan á dvöl þeirra stóð og heimsóknir voru leyfilegar aðeins einu sinni í viku.<ref>{{vefheimild|url=http://byrgid.is/index.php?option=com_content&task=view&id=9&Itemid=17&lang=is_IS|titill=Vefsíða Byrgisins: Húsreglur|mánuðurskoðað=28. desember|árskoðað=2006}}</ref> Í meðferðinni var lögð áhersla á heilbrigt daglegt líferni, þar sem agi var í fyrirúmi. Lögð var áhersla á uppbyggingu einstaklingsins og hann hvattur áfram. Markmiðið var að einstaklingurinn gæti verið ábyrgur í samfélaginu og gæti axlað ábyrgð á eigin lífi.<ref name="byrgid_markmid">{{vefheimild|url=http://byrgid.is/index.php?option=com_content&task=view&id=6&Itemid=8&lang=is_IS|titill=Vefsíða Byrgisins: Markmið|mánuðurskoðað=28. desember|árskoðað=2006}}</ref> Einhverjir vistmenn höfðu menntað sig á meðan á vist þeirra stóð í Byrginu, að sögn með ágætum árangri.<ref name="byrgid_byrgid_stofnad" />