„Neðanjarðarlestakerfi Lundúnaborgar“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
Lína 1:
[[Mynd:Underground.svg|thumb|Myndmerki lestakerfisins.]]
[[Mynd:Lancatser Gate tube.jpg|thumb|Lest við stöðvarstéttina í [[Lancaster Gate (lestarstöð)|Lancaster Gate]].]]
'''Neðanjarðarlestakerfi Lundúnaborgar''' ([[enska]]: ''London Underground'') er [[neðanjarðarlest]]akerfi á [[Stór-Lundúnasvæðið|Stór-Lundúnasvæðinu]] á [[Bretland]]i og var hið fyrsta sinnar tegundar og er þess vegna elsta neðanjarðarlestakerfi í heimi.<ref name=first1>Wolmar 2004, p. 18.</ref> Rekstur þess hófst [[9. janúar]] [[1863]] með [[Metropolitan-járnbraut]]inni (sem núna er [[Hammersmith og City-leið]]in). Það var líka fyrsta neðanjarðarlestakerfi sem notaðist við rafmagnsknúnar lestir. Þrátt fyrir nafnið er 55% neðanjarðarlestakerfisins ofanjarðar. [[Bretar]] kalla kerfið gjarnan ''the Underground'' eða ''the Tube'', sem útleggst sem ''rörið'' á íslensku. Stundum tala [[Íslendingar]] sem eiga heima í London um að nota „túpuna“.
 
Eldri brautirnar sem mynda núverandi kerfið voru byggðar upp af ýmsum fyrirtækjum. Þær voru sameinaðar í eitt kerfi árið [[1933]] undir stjórn [[London Passenger Transport Board]] (LPTB), sem er einnig þekkt sem '''London Transport'''. Neðanjarðarlestarkerfið sameinaðist árið [[1985]] við myndun fyrirtækisins London Underground Limited (LUL). Síðan [[2003]] hefur fyrirtæki þetta verið fullkomlega í eigu [[Transport for London]] (TfL), hlutafélag sem sér um samgöngukerfið í [[Mið-London]]. Fyrirtækinu er stjórnað af nefnd sem [[borgarstjóri Lundúnaborgar]] kýs.<ref>{{cite web|url=http://www.london.gov.uk/help/faq.jsp#transport|title=How do I find out about transport in London? |publisher=Greater London Authority|accessdate=2008-06-05}}</ref>