Kennarasamband Íslands
Kennarasamband Íslands er stéttarfélag kennara á Íslandi. Kennarasambandið var stofnað í nóvember 1999 og tók formlega til starfa 1. janúar 2000. Félagsmenn eru rúmlega 11.000[1] (janúar 2023) og starfa í leikskólum, grunnskólum, tónlistarskólum og framhaldsskólum.
KÍ starfar á landsvísu og aðildarfélögin eru átta. Hlutverk KÍ er að gæta hagsmuna og réttinda félagsmanna, fara með samningsrétt um kaup og kjör, efla fag- og stéttavitund, efla skólastarf, kennaramenntun og starfsþróun félagsmanna.
Aðildarfélög
breytaFormenn KÍ
breyta- Eiríkur Jónsson formaður KÍ 2000 til 2011
- Þórður Árni Hjaltested formaður KÍ 2011-2018
- Ragnar Þór Pétursson formaður KÍ 2018-2022
- Magnús Þór Jónsson formaður KÍ, 2022-
Varaformenn KÍ
breyta- Elna Katrín Jónsdóttir varaformaður KÍ 2000-2011
- Björg Bjarnadóttir varaformaður KÍ 2011-2014
- Aðalheiður Steingrímsdóttir varaformaður KÍ 2014-2018
- Anna María Gunnarsdóttir varaformaður KÍ 2018-2022
- Jónína Hauksdóttir varaformaður KÍ 2022-