Keflavík við Súgandafjörð

Keflavík við Súgandafjörð er vík milli Súgandafjarðar og Skálavíkur. Brattar og skriðurunnar fjallshlíðar eru sitt hvorum megin við Keflavík. Þær heita Göltur (445 m) og Öskubakur (517 m). Aðeins þröngt dalsmynni, rúmlega 1 km að breidd skilur á milli þeirra. Þar eru miklar sjófuglabyggðir. Elstu jarðlög á Íslandi eru neðst í þessum fjallshlíðum.

Í Keflavík v.S. er viti nefndur Galtarviti byggður 1920 og lengi vel mannaður er gerður sjálfvirkur fyrir nokkru.

Til Keflavíkur er unnt að ganga frá Súgandafirði en miklu skemra er að fara þaðan frá Skálavík. Ströndin út frá Skálavík er stórgrýtt og torgengileg og þar fyrir utan er ófæruhorn þar svo viðkomandi yrði að legjast til sunds nokkra metra. Er því oftast farið til Keflavíkur um fjalleið úr Skálavík og er þá helst farið yst úr ýstu skálinni eða hvilftinni. Þetta er þó ekki bersýnilega besta leiðin til að fara fyrir ókunnuga og snemmsumars 2020 þegar enn var þar fullt af snjó reyndi göngumaður að fara þessa leið um Kroppstaðahorn einungis til þess að festast á allra seinastu hilluni við strýtu þar á fjallinu svo hýfa þurfti með þyrlu.

Heimild breyta