Göltur (fjall)
Göltur er um 450 metra fjall sem stendur við utanverðan Súgandafjörð til móts við byggðina á Suðureyri. Talið er að neðstu hraunlögin í Gelti séu eitt elsta berg sem finna megi ofansjávar á Íslandi eða 15 - 16 milljón ára gamalt. Elsta bergsýni sem greint hefur verið á Íslandi með því að mæla magn geislavirkra frumefna í bergi er úr fjallinu Spilli sem er hinum megin Súgandafjarðar ofan við Suðureyri.
Göltur | |
---|---|
Hæð | 445 metri |
Land | Ísland |
Sveitarfélag | Ísafjarðarbær |
Hnit | 66°08′59″N 23°35′15″V / 66.149728°N 23.587465°V |
breyta upplýsingum |