Kea (fugl)
Kea eða kjápáfi (Nestor notabilis) er stór páfagaukur sem finnst í skógum og fjalllendi á Suðurey Nýja Sjálands. Áður var hann veiddur en árið 1986 var hann verndaður. Hann flokkast undir viðkvæmar tegundir samkvæmt IUCN.
Þessi grein þarfnast hreingerningar svo hún hæfi betur sem grein hér á Wikipediu. Aðalvandamál þessarar greinar: Vantar snið |
Kea-fuglinn er ólífugrænn með appelsínugulan lit undir vængjum. Goggur er langur, boginn og grábrúnn. Hann hefur talsverðar gáfur, er forvitinn, getur leyst þrautir og notað verkfæri. Hann er stundum kallaður trúður fjallanna en hann getur verið fullforvitinn og stríðinn þegar hann á við muni manna.
Kea-fuglar lifa saman í hópum, oft rúmlega tugur fugla. Hreiðugerð er í dældum og við tré. Þeir eru alætur og borða meira en 40 plöntur, aðra fugla og jafnvel spendýr. Þeir hafa sést ráðast á kindur.
Kakapó-fuglinn sem er sunnarlega á eyjunni er skyldur kea.
Heimild
breytaFyrirmynd greinarinnar var „Kea“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 25. feb. 2017.