Þessi grein fjallar um manninn Karmídes. Um samræðuna eftir Platon, sjá Karmídes.

Karmídes var forngrískur stjórnmálamaður frá Aþenu. Hann var einn af þrjátíumenningunum sem rændu völdum í Aþenu í kjölfar ósigurs í Pelópssakagastríðinu. Karmídes var móðurbróðir heimspekingsins Platons, sem nefndi eftir frænda sínum eina samræðu, Karmídes. Karmídes var drepinn árið 403 f.Kr. þegar lýðræðissinnar náðu á ný völdum í borginni.