Karlakór Reykjavíkur syngur lög eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson og Sigfús Einarsson

Karlakór Reykjavíkur syngur lög eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson og Sigfús Einarsson er 33 snúninga LP hljómplata gefin út af SG - hljómplötum árið 1974. Hljóðritun þessarar plötu fór fram í Háteigskirkju í Reykjavík fyrri hluta ársins 1974 undir stjórn Péturs Steingrímssonar. Ljósmynd á framhlið tók Gunnar Hannesson í Kverkfjöllum.

Karlakór Reykjavíkur syngur lög eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson og Sigfús Einarsson
Bakhlið
SG - 074
FlytjandiKarlakór Reykjavíkur
Gefin út1973
StefnaSönglög
ÚtgefandiSG - hljómplötur
StjórnPétur Steingrímsson


Lagalisti

breyta
  1. Ó, guð vors lands - Lag - texti: Sveinbjörn Sveinbjörnsson - Matthías Jochumsson Hljóðdæmi
  2. Ingólfs minni - Lag - texti: Sveinbjörn Sveinbjörnsson - Matthías Jochumsson
  3. Á Sprengisandi - Lag - texti: Sveinbjörn Sveinbjörnsson - Grímur Thomsen
  4. Ólafur og álfamærin - Lag - texti: Sveinbjörn Sveinbjörnsson - Þjóðvísa
  5. Fífilbrekka - Lag - texti: Sveinbjörn Sveinbjörnsson - Jónas Hallgrímsson
  6. Móðurmálið - Lag - texti: Sveinbjörn Sveinbjörnsson - Gísli Jónsson
  7. Sprettur - Lag - texti: Sveinbjörn Sveinbjörnsson - Hannes Hafstein - Útsetning: Jan Morávek - Píanóundirleikur: Guðrún Kristinsdóttir
  8. Yfir voru ættarlandi - Lag - texti: Sigfús Einarsson - Steingrímur Thorsteinsson
  9. Sefur sól hjá ægi - Lag - texti: Sigfús Einarsson - Sigurður Sigurðsson
  10. Draumalandið - Lag - texti: Sigfús Einarsson - Guðmundur Jónsson - Einsöngur: Sigurður Björnsson Hljóðdæmi
  11. Þú álfu vorrar yngsta land - Lag - texti: Sigfús Einarsson - Hannes Hafstein
  12. Ég man þig - Lag - texti: Sigfús Einarsson - Guðmundur Guðmundsson - Einsöngur: Hreiðar Pálmason
  13. Sjá hin ungborna tíð - Lag - texti: Sigfús Einarsson - Einar Benediktsson
  14. Þó að kali heitur hver - Lag - texti: Sigfús Einarsson - Vatnsenda-Rósa
  15. Ísland - Lag - texti: Sigfús Einarsson - Freysteinn Gunnarsson - Einsöngur: Friðbjörn G. Jónsson - Píanóundirleikur: Guðrún Kristinsdóttir


Textabrot af bakhlið plötuumslags

breyta
 
Enn sendir Karlakór Reykjavíkur frá sér nýja hljómptötu á vegum SG-hljómplatna og er þetta fimmta platan í útgáfuflokki þessum, þar sem eingöngu eru tekin fyrir lög íslenzkra tónskálda. Þar sem platan kemur út á 1100 ára afmœli Íslandsbyggðar, 1974 þótti ekki annað tilhlýða en að taka fyrjr lög Sveinbjörns Sveinbjörnssonar, þess er samdi þjóðsöng íslendinga, sem er fyrsta lagið á plötunni. Eru sjö af þekktari lögum þessa kunna tónskálds á A-hlið plötunnar.

Á B-hlið hennar eru önnur sjö lög eftir annað tónskáld ekki ómerkara, Sigfús Einarsson. Er hér að finna nokkur kunnustu laga hans, sem hvert einasta mannsbarn á Íslandi þekkir. A þeirri hlið plötunnar getur að heyra þrjá einsöngvara með kórnum, þá Hreiðar Pálmason og Friðbjörn G. Jónsson, sem báðir syngja í kórnum og síðan Sigurð Björnsson óperusöngvara sem áður hefur sungið einsöng með kórnum í þessum útgáfuflokki. Þegar þessi plata kemur út er kórinn að vinna að hljóðritun næstu plötu, en þar verða tekin fyrir lög tónskáldanna Emils Thoroddsen og Björgvins Guðmundssonar.