Karl Gottlieb Senstius Benediktsson (1. júlí 1933 - 8. desember 2022) var íslenskur handknattleiksmaður og þjálfari bæði félagsliða og íslenska landsliðsins. Hann fæddist í Vinam­inni á Stokkseyri. Hann lærði loftskeytafræði en starfaði lengi sem stjórnandi lífeyrissjóða.

Ferill breyta

Karl var meðal landsliðsmanna Íslands þegar liðið hélt á sitt fyrsta heimsmeistaramót árið 1958 og aftur þremur árum síðar þegar liðið hafnaði í 6. sæti. Eftir dvöl í Svíþjóð kom hann aftur til landsins árið 1962 og tók við stjórn uppeldisfélags síns Fram. Fram að því hafði þjálfarastarfið verið mjög óformlegt og laust í reipunum og má segja að Karl hafi umbylt handknattleiksþjálfun á Íslandi með vinnubrögðum sínum. Karl var þjálfari Framara frá 1963-68 og aftur 1971-73 og 1979-90. Hann gerði liðið sjö sinnum að Íslandmeisturum. Hann þjálfaði einnig lið Víkinga og gerði þá að Íslandsmeisturum árið 1975.

Samhliða þjálfun sinni hjá Fram var Karl landsliðsþjálfari Íslands frá 1964-67 og aftur 1972-74.[1]

Tilvísanir breyta

  1. „Morgunblaðið 13. janúar 2023“.