Kaplakriki
Kaplakriki er heimavöllur Fimleikafélags Hafnarfjarðar sem er betur þekkt sem FH. Örnefnið er kennt við kapla í merkingunni hryssur.
Íþróttahúsið með tveimur handboltavöllum rúmar ríflega 2200 manns í sæti, og var vígt árið 1990. Knattspyrnuvöllur er á svæðinu og rúmar hann rétt yfir 3000 manns í sæti og stefnt er að frekari stækkun áhorfendastúkna. Einnig er þar frjálsíþróttaaðstaða og innanhúsaðstaða tekinn i notkun vorið 2015 handa frjálsíþróttafólki félagsins. Sumarið 2004 var svo vígt knatthús nefnt Risinn sem nýtist til æfinga allan ársins hring, síðan haustið 2015 var tekið í notkun minna knatthús sem fékk nafnið Dvergur. Nú er komið nýtt knatthus en það var byggt 2020 sem ber nafnið Skessan.