Kampavínssósíalisti

Kampavínssósíalisti[1][2][3] (enska: champagne socialist) er orð af breskum uppruna haft um manneskju sem hefur sósíalískar skoðanir sem stangast á við millistéttarstöðu hennar. Orðið á rætur að rekja til þeirrar hugmyndar að skálað er í kampavíni fyrir frægum sósíalistum. Önnur orð eru höfð um svipuð hugtök í öðrum löndum og á öðrum tungumálum, þar á meðal limousine liberal í Bandaríkjunum, gauche caviar í Frakklandi og rödvinsvänster í Svíþjóð.

Tilvísanir

breyta
  1. „mbl.is – Kampavínssósíalistinn“. Sótt 20. janúar 2012. Dæmi um notkun orðsins
  2. „Morgunblaðið, 11.06.1995 - Timarit.is“. Sótt 20. janúar 2012. Dæmi um notkun orðsins
  3. „DSK - Andri Geir Arinbjarnarson“. Sótt 20. janúar 2012. Dæmi um notkun orðsins
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.