Kampavín (franska: Champagne, borið fram [ʃɑ̃.paɲ]) er hvítt freyðivín frá héraðinu Champagne í norðurhluta Frakklands. Heiti kampavíns er verndað samkvæmt reglugerð Evrópusambandsins um upprunamerkingar á matvælum og þess vegna er ekta kampavín eingöngu framleitt í Champagne. Um allan heim er kampavín talið vera hátíðardrykkur og munaðarvara, þar sem það er oft dýrara en önnur hvítvín. Stundum eru önnur freyðivín frá öðrum héruðum kölluð kampavín en það er byggt á misskilningi.

Kampavínsglös

Helstu kampavínsþrúgurnar eru pinot noir, Chardonnay og Pinot Meunier. Í flestum tilfellum er kampavín ljósgult eða grænt á lit en til eru rósakampavín. Roðinn í rósategundum kemur frá rauðvíni sem er blandað kampavíninu þegar það er næstum tilbúið. Þetta er ólíkt rósavíni þar sem liturinn kemur frá hrati en það inniheldur líka hýði blárra vínberja.

Tengt efni

breyta
   Þessi matar eða drykkjargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.