Kalli á þakinu
sögupersóna eftir Astrid Lindgren
Kalli á þakinu er sögupersóna í samnefndum bókaflokki eftir sænska barnabókahöfundinn Astrid Lindgren. Kalli er skrítinn karl sem á hús uppi á þaki og er með þyrluspaða á bakinu. Kalli býr í Vasastan í Sokkhólmi ásamt sjá ára gömlum Bróa litla.
Astrid Lindgren gerði þrjár bækur um Kalla á þakinu; Litli bróðir og Kalli á þakinu (1955), Kalli á þakinu flýgur að nýju (1962) og Kalli á þakinu enn á ferð og flugi (1968). Allar bækurnar eru mynskreyttar ef Ilon Wikland.
Sögupersónur
breyta- Kalli á þakinu, rauðhærður, freknóttur og feitlaginn karl með þyrluspaða á bakinu sem gerir honum kleyft að fljúga.
- Litli bróðir eða Brói litli heitir í raun Sveinn Sveinsson, einmanna tíu ára strákur og yngstur í fjölskyldunni sinni og vinur Kalla.
- Herra og frú Sveinsson, foreldrar Bróa. Eru oftast kölluð „pabbi“ og „mamma“ í bókunum.
- Bobbi, stóribróðir Bróa. 15 ára gamall og spilar á gítar.
- Bettan, stórasystir Bróa. 14 ára gömul og komin með áhuga á strákum.
- Fille og Rulle, innbrotsþjófar í Vasastan
- Krister og Gunilla
- Bogga fóstra
- Julius Jansson
Í menningarefni
breytaBækur
breyta- 1955 – Litli bróðir og Kalli á þakinu (Lillebror och Karlsson på taket)
- 1962 – Kalli á þakinu flýgur að nýju (Karlsson på taket flyger igen)
- 1968 – Kalli á þakinu enn á ferð og flugi (Karlsson på taket smyger igen)
- 1972 – Allt um Kalla á þakinu (Allt om Karlsson på taket) (safnrit)
Kvikmyndir
breyta- 1968 – Malysj i Karlson, sovéskt mynd leikstýrt af Boris Stepantsev
- 1970 – Karlson vernulsia, sovésk mynd leikstýrt af Boris Stepantsev
- 1974 – Kalli á þakinu (Världens bästa Karlsson), sænsk mynd leikstýrt af Olle Hellbom
- 2002 – Kalli á þakinu, teiknimynd
- 2002 – Kalli á þakinu, teiknaðir sjónvarpsþættir
Tölvuleikir
breyta- 2004 – Karlsson på taket och kuckelimuckmedicinen – Tölvuleikur fyrir Microsoft Windows og Mac, fyrir fjögurra ára og eldri.