Kaş er lítill hafnarbær í Antalyahéraði í Suður-Tyrklandi, bærinn er 168 km vestan við borgina Antalya. Samkvæmt talningu árið 2007 bjuggu 5.922 manns í Kaş.

 
Kaş

Þetta svæði í Tyrklandi hefur verið í byggð síðan á steinöld. Talið er að Kaş hafi verið stofnað af Lycia-fólki og á tungumáli þeirra hét Kaş Habesos eða Habesa. Mikilvægi bæjarins á þeim tíma sést á því að þar var einn stærsti greftrunarstaður þeirra.

Forn-Grikkir nefndu borgina Antifellos eða Antífilos þar sem bærinn þjónaði sem höfn fyrir borgina Fellos. Á tímum Rómaveldis var Antifellos þekkt fyrir útflutning á svömpum og timbri. Plinius eldri minntist á bæinn í fimmtu bók í riti sínu Naturalis Historia. Eftir 395 varð Antifellos hluti af Austrómverska keisaradæminu og fram eftir Miðöldum var biskupsdæmi þar.

Í kjölfar krossfaranna sóttu Arabar stíft að Antifellos og lögðu undir sig sem Andifli sem var nú hluti af Soldánsdæminu Rüm í Anatólíu undir stjórn Seljúktyrkja. Eftir að Seljúkveldið leið undir lok komst svæðið undir stjórn Tyrkjaveldis. Tyrkjaveldi leið undir lok 1922 og þá, strax eftir að Tyrkland hafði lýst yfir sjálfstæði, skiptust Grikkland og Tyrkland á fólki eftir stríð þeirra á milli. Þá yfirgaf meirihluti bæjarbúa bæinn þar sem þau voru grískt að uppruna.

Snemma á tíunda áratug 20. aldar tók ferðamannaiðnaðurinn við sér í Kaş. Ferðamennirnir voru aðallega frá Bretlandi og Þýskalandi. Þessi mikla aukning af ferðamönnum þýddi að mikil uppbygging tók við sem er umdeild.

Tenglar

breyta
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.