KFUM og KFUK
(Endurbeint frá KFUM)
KFUM og KFUK (Kristileg félög ungra manna og kvenna einnig stytt KFUM og K) eru kristin æskulýðssamtök, stofnuð árið 1844 í London af George Williams. Samtökin eru ein þau elstu og útbreiddustu af slíku tagi í heiminum með félög í yfir hundrað löndum.
Ísland
breytaKFUM á Íslandi var stofnað í Reykjavík 2. janúar árið 1899 af séra Friðriki Friðrikssyni sem hafði kynnst samtökunum í Kaupmannahöfn. 29. apríl sama ár var KFUK stofnað. Félagið rekur sumarbúðir fyrir börn í Vatnaskógi, Vindáshlíð, Kaldárseli, Ölveri og við Hólavatn.