Kaldársel

Kaldársel er austan við Hafnarfjörð í nágrenni Helgafells. Þar rennur Kaldá sem staðurin heitir eftir. Þar eru sumarbúðir KFUK

Við Kaldársel.

Sumarbúðirnar í Kaldárseli eru í hrauninu ofan við Hafnarfjörð. Þar er fjöldi hella sem vert er að skoða. Hjá Kaldárseli rennur Kaldá sem gefur staðnum skemmtilegan svip og tækifæri til að vaða á hlýjum dögum eða sigla litlum duggum. Í næsta nágrenni við Kaldársel eru spennandi staðir, svo sem vinin Valaból, eldstöðin Búrfell, móbergsfjallið Helgafell, ýmsir hellar, skóglendi og önnur útivistarsvæði sem gaman er að skoða.

Skálinn í Kaldárseli er tvískiptur. Í vestari hluta er eldhús, matsalur, salernisaðstaða, tveir svefnsalir, auk þriggja minni herbergja. Í austari hluta er íþróttasalur, tómstundaherbergi, kvöldvökusalur, svefnsalur, tvö svefnherbergi, salernisaðstaða og geymslur. Elsti hluti skálans er frá 1925 en tvisvar hefur verið byggt við hann.

Puzzle stub.svg  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.