Kālidāsa
Kālidāsa (devanagari: कालिदास) var skáld og leikskáld á sanskrít sem skipar svipaðan sess í bókmenntum á sanskrít og William Shakespeare gerir í enskum bókmenntum. Verk hans byggja á hindúskri hefð. Ekki er vitað hvenær hann var uppi, en líklega var það á 4. eða 5. öld.