Kúsjanaveldið var ríki sem stóð á 1. öld til 3. aldar og var á hátindi veldis síns um 105-250. Það náði frá TadsjikistanKaspíahafi til Afganistan og teygði sig niður eftir Gangesfljóti. Ríkið var stofnað af Kúsjönum, ættkvísl úr Júesí þjóðflokknum frá Sinkíang í Kína, sem hugsanlega voru skyldir Tokkörum. Ríkið átti í viðskiptum við Rómverja, Sassanída í Persíu og Kína og var um skeið miðstöð samskipta milli austurs og vesturs.

Búddamynd frá Kúsjanaríkinu.