Kóreugreni (fræðiheiti: Picea koraiensis)[3] er grenitegund. Það er kallað Jel koreiskaya á rússnesku og Hongpi yunshan (紅皮雲杉) á kínversku.

Kóreugreni
Ungt Kóreugreni
Ungt Kóreugreni
Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Berfrævingar (Pinophyta)
Flokkur: Barrtré (Pinopsida)
Ættbálkur: Pinales
Ætt: Þallarætt (Pinaceae)
Ættkvísl: Greni (Picea)
Tegund:
P. koraiensis

Tvínefni
Picea koraiensis
Nakai[1]
Samheiti
  • Picea intercedens Nakai
  • Picea intercedens var. glabra Uyeki
  • Picea koyamae var. koraiensis (Nakai) Liou & Z.Wang
  • Picea pungsanensis var. intercedens (Nakai) T.Lee
  • Picea tonaiensis Nakai[2]

Þetta er meðalstórt sígrænt tré, að 30 metra hátt, með stofnþvermál að 0,8 metrum. Sprotarnir eru rauðgulbrúnir, hárlausir eða gishærðir. Barrið er nálarlaga, 12 til 22 mm langt, tígullaga í þversniði, dökk blágrænt með áberandi loftaugarákum. Könglarnir eru sívalt-keilulaga, 4 til 8 sm langir og 2 sm breiðir, verða fölbrúnir við þroska 5–7 mánuðum eftir frjóvgun, og eru með stífar ávalar hreisturskeljar.

Það finnst mestmegnis í Norður-Kóreu nálægt ánni Yalu, og í Rússlandi nálægt ánni Ussuri. Í Kína er það bundið við norðaustur héruðin Heilongjiang, Jilin, og Liaoning. Það er einnig talið mögulegt að það finnist í Suður-Prímorju í Rússlandi.

Það er náskylt burstagreni (Picea koyamae) en sumir grasafræðingar telja þau sömu tegund.

Tilvísanir breyta

  1. Conifer Specialist Group (1998). „Picea koraiensis“. Rauði listi IUCN yfir tegundir í hættu. 12.2. Sótt 16. mars 2013.
  2. Kóreugreni. The Plant List. Afrit af upprunalegu geymt þann 3 ágúst 2017. Sótt 26. mars 2015.
  3. English Names for Korean Native Plants (PDF). Pocheon: Korea National Arboretum. 2015. bls. 572. ISBN 978-89-97450-98-5. Sótt 24. desember 2016 – gegnum Korea Forest Service.

Viðbótarlesning breyta

  • Xiancang, Chou. "STUDY ON THE CUTTAGE TECHNIQUE OF GREEN BRANCH FOR PICEA KORAIENSIS [J]." FOREST SCIENCE AND TECHNOLOGY 5 (1995).

Ytri tenglar breyta

 
Wikilífverur eru með efni sem tengist
   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.