Kísilflögur
Kísilflögur eru mikið notaðar í tölvuframleiðslu. Þær eru dýrar og framleiðsla þeirra krefst mjög mikillar nákvæmni. Tölvur eru mestmegnis gerðar úr milljónum smára en þessa smára má skilgreina sem takka sem annaðhvort hleypa í gegnum sig rafmagni eða ekki. Með því að tengja marga þétta saman má framkvæma mjög flókna útreikninga. Til þess að geta hleypt rafmagni í gegnum sig og síðan stöðvað það þarf smárinn að vera gerður úr efni þar sem rafeindir geta breyst miðað við rafspennu. Fæst efni hafa þennan eiginleika, þó eru til nokkur sem geta þetta þar á meðal hálfleiðarar og kísill. Kísill er ódýrasti kosturinn sem völ er á sem hefur þessa eiginleika og er því mikið notaður í tölvum nútímans.