Kísill
Frumefni með efnatáknið Si og sætistöluna 14
(Endurbeint frá Kísil)
Kísill er frumefni með efnatáknið Si (af latneska heitinu silisíum) og er númer fjórtán í lotukerfinu. Þetta er fjórgildur málmungur en er ekki jafn hvarfgjarn og efnafræðileg hliðstæða hans, kolefni. Kísill er næstalgengasta frumefnið í jarðskorpunni sem er 25,7% kísill ef mælt er eftir þyngd. Kísill finnst í leir, feldspati, kvarsi og sandi, þá aðallega í formi kísiltvíoxíðs (þekkt einnig sem kísl) eða sílikata (efnasambönd sem innihalda kísil, súrefni og málma).
Kolefni | |||||||||||||||||||||||||
Ál | Kísill | Fosfór | |||||||||||||||||||||||
German | |||||||||||||||||||||||||
|