Kátir voru karlar á kútter Haraldi

Kátir voru karlar á kútter Haraldi er vinsælt sönglag. Lagið er samið um kútter sem gerði út frá Akranesi. Sá kútter var upphaflega frá Hull, og hét þá William Boys. Sveinbjörn Egilsson skipstjóri, og síðar ritsjóri Ægis, var sendur út á fyrri hluta 20. aldar að kaupa og sækja kútter sem hét Lusty fyrir Geir Zoëga útgerðarmann. En Lusty var á veiðum þegar Sveinbjörn kom út, en kútterinn William Boys var tilbúinn til sölu. Sveinbjörn keypti skipið og sigldi því heim. Geir varð vondur er þeir komu heim með vitlaust skip og vildi ekki eiga það. Hann seldi það því Böðvari Þorvaldssyni á Akranesi og hann skírði það Harald. Það reyndist hið allra besta skip. Síðar átti það Geir Sigurðsson, en hann er einmitt höfundur textans. [1]

Tilvísanir

breyta
  1. Morgunblaðið 1938

Tenglar

breyta
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.