Juno-verðlaunin
kanadísk tónlistarverðlaun
Juno-verðlaunin (eða Juno Awards), betur þekkt sem JUNOS, eru árleg verðlaun veitt kanadísku tónlistarfólki og hljómsveitum. Verðlaunin voru fyrst afhent árið 1970 og gengu þá undir nafninu Gold Leaf Awards. Verðlaunin eru talin vera kanadíska útgáfan af bresku Brit-verðlaununum og bandarísku Grammy-verðlaununum. Meðlimir Canadian Academy of Recording Arts and Sciences (CARAS) eða aðrir sérfræðingar sjá um val sigurvegara sumra flokka, á meðan önnur verðlaun fara eftir velgengni í sölu.
The Juno Awards | |
---|---|
Veitt fyrir | Framúrskarandi árangur í tónlistariðnaðinum |
Land | Kanada |
Umsjón | CARAS |
Fyrst veitt | 23. febrúar 1970 | (sem Gold Leaf Awards)
Vefsíða | junoawards.ca |