Juan Ponce de León

(Endurbeint frá Juan Ponce de Leon)

Juan Ponce de León[1] (1474 – júlí 1521)[2] var spænskur landkönnuður og landvinningamaður (conquistador). Hann var útnefndur fyrsti landstjóri Puerto Rico af spænsku krúnunni. Hann fór fyrstur Evrópubúa í landkönnunarleiðangur til Flórída, sem hann gaf nafn eftir fyrstu siglingu sína þangað árið 1513. Á seinni tímum hefur sprottið upp sú saga að hann hafi verið í leit að æskulindinni en engar samtímaheimildir bera vitni um slíkt svo líklegt þykir að sagan sé tómur uppspuni.[3]

Spænsk mynd af Ponce de León frá 17. öld.

Ponce de León sneri aftur til suðvesturhluta Flórída árið 1521 og stóð fyrir fyrstu tilraun Spánverja til að stofna varanlega nýlendu á svæðinu, sem nú tilheyrir Bandaríkjunum. Frumbyggjum af Calusa-þjóðerni leist illa á þessa innrás Spánverja og börðust gegn þeim af hörku. Ponce de León særðist illa í átökunum og hætt var við stofnun nýlendunnar þegar hann dó úr sárum sínum eftir heimkomuna til Kúbu. Hann var grafinn í Puerto Rico og gröf hans má nú finna í dómkirkju San Juan Bautista í San Juan.

Tilvísanir

breyta
  1. Robert Greenberger (3. desember 2005). Juan Ponce de León: The Exploration of Florida and the Search for the Fountain of Youth. The Rosen Publishing Group. bls. 18.
  2. Morison, Samuel Eliot (1974). The European Discovery of America: the Southern voyages A.D. 1492-1616. Oxford University Press. bls. 502, 515.
  3. Greenspan, Jesse (2. apríl 2013). „The Myth of Ponce de León and the Fountain of Youth“. History. A&E Television Networks, LLC. Sótt 10. nóvember 2015.