Johan Fredrik Peringskiöld

(Endurbeint frá Johan Fredrik Peringskjöld)

Johan Fredrik Peringskiöld (eða Peringskjöld) (13. september 16892. mars 1725), var sænskur fornfræðingur og þýðandi fornrita, þjóðminjavörður Svía 1720–1725.

Hann fæddist í Stokkhólmi, sonur Johans Peringskjölds fornfræðings og þjóðminjavarðar og fyrri konu hans, Elisabeth Eliædotter.

Hann hóf nám í Uppsalaháskóla 1703, og að loknu námi þar fór hann að vinna fyrir sænska fornfræðaráðið (Antikvitetsarkivet). Árið 1712 tók hann við af föður sínum sem translator antiquitatum (þýðandi fornrita), og árið 1719 sem ritari og minjavörður. Þegar faðir hans dó, 1720, var hann skipaður þjóðminjavörður og gegndi því embætti til dauðadags; dó í Stokkhólmi 1725. Hann var ógiftur.

Sem þjóðminjavörður reyndi hann að ljúka nokkrum af verkum föður síns. Helsta framlag hans til fræðanna voru þýðingar á heimildaritum, svo sem eftir Adam frá Brimum og Jordanes. Hann þýddi einnig nokkur íslensk fornrit, og voru þrjú þeirra gefin út á prenti. Segja má að með Jóhanni F. Peringskjöld hafi lokið því blómaskeiði í sænskum fornfræðirannsóknum, sem hófst með Johannesi Bureus.

Helstu þýðingar og útgáfur

breyta

Hann gaf einnig út Ättar-tal för Svea och Götha konunga-hus (1725), sem var rit sem faðir hans hafði undirbúið.

Heimildir

breyta