Joey Tribbiani
Joseph Francis Tribbiani Jr. (fæddur 9. janúar 1968 í Queens í New York) er persóna í þáttunum Friends sem leikin er af Matt LeBlanc. Hann á sjö systur (Gina, Dina, Mary Angela, Mary Therese, Veronica, Cocckie og Tina). Foreldrar hans heita Gloria og Joseph. Joey er leikari og fyrsta stórhlutverk hans var sjónvarpsserían Days Of Our Lives. Hann hefur líka leikið í auglýsingum, leikritum og bíómyndum. Joey hefur verið með mörgum konum en Alex Garret var sú síðasta sem hann sást með.
Eftir að Friends hætti (2004) fékk hann sinn eigin þátt Joey sem var á dagskrá til 2006.