Kanō Jigorō (嘉納 治五郎, 28. október 1860 – 4. maí 1938) var japanskur kennari, íþróttamaður og fræðimaður. Hann er þekktastur sem upphafsmaður júdó.

Jigoro Kano

Fjölskylda

breyta

Kano fæddist inn í frekar auðuga fjölskyldu. Faðir hans, Jirosaku, var næstelsti sonur yfirprests í Shinto Hiysohi-musterinu í Shiga-héraði. Hann kvæntist Sadako Kano, dóttur eiganda Kiku-Masamune sake bruggverksmiðjunar og var tekinn inn í fjölskylduna. Hann breytti nafni sínu í Kano og varð á endanum ráðherra í Bakufu-stjórninni.

Kynni Kanos af jiu-jitsu

breyta

Jigoro Kano fékk góða menntun. Frá sjö ára aldri lagði hann stund á Shodo nám (japönsk skrautskrift) og Shiso (fjórir rit Konfúsíusar). Þegar hann var fjórtán ára, byrjaði Kano í enskum fjölmiðlaskóla. Ikuei-Gijukun Shiba í Tókíó. Eineltismenningin í þessum skóla varð til þess að Kano leitaði uppi jujutsu dojo (æfingaaðstaða) til að æfa sig.

Fyrstu tilraunir Kanos við að finna einhvern til að kenna sér jujutsu skiluðu litlum árangri. Við fall Tokugawa foringjastjórnarinnar árið 1868 var jujutsu dottið úr tísku við aukna vestræna menningastrauma.

Þeir sem höfðu áður kennt jujutsu höfðu verið hraktir frá kennslu eða voru orðnir svo vonsviknir með það að þeir höfðu einfaldlega gefist upp. Nakai Umenari, félagi föður Kanos og fyrrverandi hermaður, samdi um að kenna Kano kata en ekki nokkuð annað. Húsvörður í öðru húsi föður Kanos, Katagiri Ryuji, kunni einnig jujutsu en vildi ekki kenna honum það vegna þess að hann taldi að það nýttist ekki lengur. Annar daglegur gestur í húsi föður Kanos, Imai Genshiro sem var kennari í Kyushin-ryu jujutsu skólanum neitaði einnig. Það var ekki fyrr en nokkrum árum seinna sem Kano fann loks kennara sem var til í að kenna honum jūjutsu.

1877, þegar Kano var að nema við Tokyo-Kasei skólan, áttaði hann sig á því að margir jujutsu kennarar hefðu orðið að velja sér nýjan starfsvetfang, oftast opnuðu þeir Seikotsu-in (hefðbundnar Osteopata stofur). Eftir að hafa spurst fyrir á nokum svona stofum. Var honum vísað á Fukuda Hachinosuke, kennara í Tenjin shin'yo-ryu jujutsu, sem rak lítið níu dýnu dojo (æfingasvæði) þar sem hann kenndi fimm nemendum. Fukuda er sagður hafa lagt áherslu á tækni ofar almennri þjálfun. Þar sáði hann fræum í huga Kanos þar sem hann átti eftir að leggja áherslu á randori í júdo.

Á dánardegi Fukuda í ágúst 1879 var Kano sem var orðinn viljugasti og besti nemandi hans bæði í randori og kata (fyrirfram ákveðnar æfingar), afhent denso (bókrullur) af Fukuda dojoinu. Kano valdi að halda námi sínu áfram í öðru Tenjin Shin-ryu skóla, sem var stýrt af Iso Masatomo. Iso lagði meiri áherslu á æfingu í kata og fól aðstoðarmönnum kennsluna í randori, aðalega Kano. Iso dó í júní 1881 og Kano hóf nám í Iikubo Tsunetosh í kito-ryu. Eins og Fukuda, Lagði Iikubo miklu meiri áherslu á randori, Við það að byrja í Kito-ryu var miklu meiri fókus á nage-wasa (kastbrögð).

Tengt efni

breyta