Janusz Korczak
Janusz Korczak er rithöfundanafn Henryk Goldszmit (22. júlí, 1878 eða 1879 – ágúst 1942) var pólskur uppeldisfrömuður og barnabókahöfundur og barnalæknir af Gyðingaættum. Hann var í mörg ár forstöðumaður á munaðarleysingjahæli í Varsjá og var sendur ásamt öllum börnunum í útrýmingarbúðirnar í Treblinka árið 1942.