Jan Pieterszoon Sweelinck

Jan Pieterszoon Sweelinck (f. apríl eða maí 1562, d. 16. október 1621) var hollenskur organisti, tónskáld og kennari. Ævi hans og verk spanna tímabilið frá lok Endurreisnar til barokktónlistar. Hann var fæddur í Deventer í Hollandi og var elsti sonur organistans Peter Swybbertszoon og konu hans Elske Jansdochter Sweeling dóttur skurðlæknis.

Málverk af Sweelinck frá 1606.

Hann er talinn fyrsti tónsmiðurinn til þess að semja orgelfúgu sem hefst á laglínu í einni rödd sem við bætast aðrar raddir smám saman þar til margra radda fúgu er náð með hápunkti og afleiðingu. Hugmynd sem síðar varð fullkomnuð og margnotuð á barrokktímanum af J.S. Bach.